Minnsta letur Miðstærð leturs Stærsta letur Stærsta letur á dökkum grunni Prenta þessa síðu
Aðrir vefir Borgarbyggðar
Leikskólinn Hnoðraból
   Grímsstöðum
   320 Reykholt

   Sími: 433 7180
Atburðadagatal
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Fyrri mánuður
október 2017
Næsti mánuður
18. nóvember 2016 03:00

Fréttir frá Hnoðabóli

Margt hefur drifið á okkar daga undanfarið en í október átti Hnoðraból 30 ára afmæli (20.okt) en við héldum upp á daginn föstudaginn 21.október. Tvær flugur voru slegnar í einu höggi en sama dag héldum við leiðtogadag en á leiðtogadögum leiða börnin dagskrá og hafa áhrif á hvað er gert. Mörgum var boðið í afmælið og mættu margir. Dagurinn var ákaflega skemmtilegur og þökkum við þeim sem komu fyrir samveruna.

Bjarni slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð heimsótti krakkana á gulu deild og fræddi þau um mikilvægi eldvarna og sýndi hann okkur reykgrímu eins og slökkviliðsmenn nota.

Elsti árgangur fór á leiksýninguna í Borgarnesi að sjá Lofthæddi örninn Örvar en Þjóðleikhúsið bauð á sýninguna.

Nóvember er umskiptingamánuður en nú kom fyrsti snjórinn í ár þennan mánuð. Aðra viku í þessum mánuði var vinavika af tilefni baráttudags gegn einelti en sama dag héldum við bangsadag sem er ávallt í miklu uppahaldi og er ákaft beðið eftir bangsadansinum vinsæla.

16. nóvember var stór dagur en þá fékk Hnoðraból Grænfána í annað sinn. Umhverfisnefndum annarra skóla í kring var boðið að koma en komust fáir. Þrátt fyrir það var dagurinn gleðilegur og voru allir hæstánægðir með nýja grænfánamerkið okkar. Í athöfninni var degi íslenskrar tungu gerð skil og sungu börnin Íslenska er okkar mál.

Framundan er svo jólamánuðurinn og er undirbúningur hafinn en mikil tilhlökkun er í mannskapnum.

meira...
17. febrúar 2016 03:22

Fréttir

Það hefur ýmislegt drifið á daga leikskólans síðustu misseri. Snemma í febrúar var þorrablót og voru börnin dugleg að smakka þorramatinn. 5.febrúar var haldið upp á dag leikskólans en þá var foreldrum barnanna boðið að koma í lok dags og börnin sýndu foreldrum sínum leikskólann. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og stöldruðu margir foreldrar við og léku með börnunum.

Á öskudag var farið með rútu í Reykholt í heimsókn í Hönnubúð og á Hótel Reykholt.

11.2  var 112 dagurinn og fengu börnin heimsókn frá viðbragðsaðilum í Borgarbyggð sem komu færandi hendi, gáfu okkur plakat og segla, og sýndu ýmsan búnað sem þau notast við.

Í þessari viku, góðverkaviku, mætti bangsinn Blær til starfa á Hnoðrabóli. Blær er vináttuverkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Fengu öll börnin sinn bangsa hver sem þjónar þeim tilgangi að vera hjálparbangsi sem á heima í leikskólanum. Lesa má meira um vináttu hér.

 

meira...
7. desember 2015 02:26

Af tilefni veðurs kemur tilkynning.

Kæru foreldrar

Fylgist með fréttum og veðri í fyrramálið þar sem veðurspáin er ekki góð.
Við munum taka stöðuna í fyrramálið og meta hvort eða hvernær skólinn opnar. 
Fylgist með Facbook hóp foreldrafélagsins. Leggið ekki af stað fyrr en ljóst er að skólinn sé opinn, góð regla er að hringja í leikskólann (sími 4337180, Sjöfn 8620064) áður en lagt er af stað því starfsmenn geta verið veðurteptir heima. Viljum við minna á viðbúnað almannavarna, 
http://www.almannavarnir.is/default.asp?cat_id=116
Í tilmælum frá fræslustjóra í dag eru foreldrar beðnir um að halda börnum sínum heimavið ef kostur er þar sem veðurspáin er slæm.
Með vinsemd, 
Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir
Leikskólastjóri Hnoðrabóli.

meira...
22. október 2015 09:41

Viðburðarríkir dagar

Undanfarnir dagar hafa verið viðburðarríkir hér á Hnoðrabóli. Við höfum verið með bangsadag, 1.bekkur kom í heimsókn, bleiki dagurinn, skógarferð, Hnoðraból varð 29 ára og í dag er svo þýski dagurinn.

Af tilefni afmælis Hnoðrabóls, 20.október, var gerður dagamunur og fengu börnin ís.

Skógarferðin var sérstaklega fréttnæm og því kom ljósmyndari frá Skessuhorni og tók nokkrar myndir af börnunum í þeirri gleði sem þar ríkti.

Í næstu viku er svo umferðarvika.

meira...
26. júní 2015 02:47

Brákarfögnuður

Steinunn Vár ásamt foreldrum sínu gáfu öllum á Hnoðrabóli fjólubláar blöðrur í dag af tilefni Brákarhátíðar sem haldin er um helgina í Borgarbyggð. Eins og fram hefur komið í auglýsingum vegna hátíðarinnar á svæðið sem leikskólinn tilheyrir fjólubláa litinn. Af þessu tilefni stilltum við okkur upp fyrir myndatöku.

Góða Brákarhelgi

 

meira...
12. júní 2015 01:25

Hjóladagar í næstu viku!

Nú þegar hitnað hefur aðeins í veðri drifum við okkur út að setja niður kartöflur í vikunni enda ekki seinna vænna.

Sápukúludagur heppnaðist vel ásamt útidótadeginum.

 

Í dag er svo grænfáninn eins árs. Við tækifærið drógum við hann að húni og sungum grænfánalagið, "Góðan dag kæra jörð".

 

Í næstu viku er 17.júní og verður leikskólinn lokaður þann dag að vanda. Undirbúningur fyrir daginn er þó hafður í hávegum, við syngum 17.júní lagið (fyrsta erindið) og öxar við ána.

 

Í næstu viku er rétt að minna alla á hjóladag sem verða tveir samliggjandi dagar að þessu sinni. Sömu reglur og áður gilda, þeir sem eru á tvíhjóli koma með hjálm.

 

Að lokum er rétt að minna foreldra á að láta vita ef komu barnanna seinkar eða ef þau koma ekki þann daginn.

meira...
21. maí 2015 04:07

LEIÐTOGADAGUR OG OPIÐ HÚS

Opið hús verður fimmtudaginn 28.maí kl. 14:00-15:45. Þá er gestum og gangandi boðið að koma í heimsókn, skoða leikskólann og þiggja kaffi og léttar veitingar.

 

Sjá auglýsingu

 

Smellið á meira fyrir neðan...

meira...
21. maí 2015 03:59

NJÁLGUR

Upp hefur komið njálgur . 

Gripið hefur verið til aðgerðaráætlunar sem snýr m.a. að því að þvo leikföng, gæta vel að handþvotti, þvo salernissetur milli einstaklinga og fleira.

 

Hér er slóð á gagnlegar upplýsingar:

https://www.heilsugaeslan.is/fraedsla/veikindi/njalgur/

 

Fylgist vel með börnunum ykkar og passið vel hreinlæti.

meira...
Nóv. og des. 2015